Hlaut verðlaun í Prag

jún. 23, 2022

Steinunn Birna með verðlaunin og við hlið hennar óperustjóri Óperunnar í Leipzig, Tobias Wolf.

Íslenska óper­an hlaut um helg­ina verðlaun á veg­um Sam­taka Evr­ópskra óperu­húsa, Opera Europa, og Fedora, í flokki sem nefn­ist New stage. Opera Europa eru regn­hlíf­ar­sam­tök allra óperu­húsa í Evr­ópu og Fedora er einn af bak­hjörl­um sam­tak­anna og hlýt­ur styrki frá Evr­ópu­sam­band­inu ár­lega til að út­hluta til val­inna óperu­verk­efna, að sögn Stein­unn­ar Birnu Ragn­ars­dótt­ur óperu­stjóra. Hún tók við verðlaun­un­um fyr­ir hönd Íslensku óper­unn­ar við hátíðlega at­höfn í Rud­olf­in­um-tón­list­ar­hús­inu í Prag í Tékklandi á laug­ar­dag.

Sjálf­bærni og þróun

Verðlaun­in voru veitt í flokkn­um „Next stage“ og voru 48 lista­stofn­an­ir frá 16 lönd­um til­nefnd­ar fyr­ir 15 verk­efni sem eiga það sam­eig­in­legt að móta framtíð óperu­list­forms­ins og stuðla að sjálf­bærni óperu­stofn­ana í framtíðinni. Verk­efnið sem hlaut verðlaun­in er sam­starfs­verk­efni Íslensku óper­unn­ar og Óper­unn­ar í Leipzig og seg­ir Stein­unn Birna að hin til­nefndu verk­efni hafi öll verið sam­starfs­verk­efni. Verk­efni Íslensku óper­unn­ar og Óper­unn­ar í Leipzig heit­ir „sustaina­ble costu­mes“ eða sjálf­bær­ir bún­ing­ar og felst í þróun kerf­is sem miðar að því að skrá­setja bún­inga og búa til hringrás­ar­hag­kerfi, að sögn Stein­unn­ar Birnu.


Hún seg­ir mikla þörf á slíku kerfi þar sem óperu­hús sitji á mikl­um söfn­um bún­inga sem verði aldrei notaðir aft­ur. „Sum­ir af þess­um bún­ing­um eru höf­und­arrétt­arvarðir og það þarf að gera þetta hár­rétt þannig að við höf­um með okk­ur mjög fært fólk,“ seg­ir Stein­unn Birna. Verðlaun­in sem verk­efnið hlaut gera það að verk­um að það er nú að fullu fjár­magnað. „Það er rosa­lega mik­ill heiður og líka hvatn­ing,“ seg­ir Stein­unn Birna.

Agnes haustið 2024

Við sama til­efni um helg­ina var til­kynnt að ný ópera, Agnes, sem Íslenska óper­an pantaði af tón­skáld­inu Daní­el Bjarna­syni, er til­nefnd til eft­ir­sóttra verðlauna, Fedora Opera Price. Óper­an sú verður frum­sýnd haustið 2024 og fjall­ar um síðustu af­tök­una á Íslandi, 12. janú­ar árið 1830, en þá voru tek­in af lífi Agnes Magnús­dótt­ir, vinnu­kona á Ill­uga­stöðum, og Friðrik Sig­urðsson, bónda­son­ur frá Kata­dal. Voru þau dæmd til dauða fyr­ir morð á tveim­ur mönn­um. „Hún er til­einkuð öll­um kon­um sem ekki hafa rödd í eig­in ör­lög­um. Hún fékk aldrei að segja sína sögu,“ seg­ir Stein­unn Birna um Agnesi. „Þetta var fyrsta hug­mynd­in sem ég fékk þegar ég tók við þessu starfi eða mark­mið, að koma þess­ari sögu í óperu sem er að verða að veru­leika. Það er mik­ill alþjóðleg­ur áhugi á þess­ari óperu, sem er mjög gleðilegt.“

En hvað er óper­an langt kom­in? Stein­unn Birna seg­ir allri rann­sókn­ar­vinnu lokið, líb­rettóið – eða öllu held­ur fyrsta út­gáfa af því – til­búið og búið að leik­lesa það og Daní­el á fullu að semja. Líb­rettóið skrif­ar þekkt­ur kanadísk­ur höf­und­ur, Royce Val­vek, sem hef­ur skrifað líb­rettó fyr­ir fjölda ópera, m.a. JFK, Break­ing the Waves og Dog Days.

Eftir Elfa Sif Logadóttir 09 May, 2023
Söngvur­um í óper­unni Madama Butterfly var ákaft fagnað í Hörpu á lokasýningunni síðastliðinn laugardag. Þá sér­stak­lega söng­kon­unni Hye-Youn Lee, sem fór með aðal­hlut­verk Cio-Cio San í sýn­ing­unni. Sýningin fékk frábærar viðtökur meðal gagrýnanda og áhorfenda sem sáu sýninguna. Íslenska óperan þakkar öllum kærlega fyrir komuna.
Eftir Elfa Sif Logadóttir 28 Nov, 2022
Það vantaði ekki upp á stemn­ing­una og voru tón­leika­gest­irn­ir hver öðrum glæsi­legri.
ALLAR FRÉTTIR
Share by: